Ég hef ei með súrum svita | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Ég hef ei með súrum svita

Fyrsta ljóðlína:Ég hef ei með súrum svita
Viðm.ártal:

Skýringar

Svar við spurningu í vísnaleik á kvöldvöku HSK.
Ég hef ei með súrum svita
svangur axlað tóman mal.
Ég er einn af þeim sem aldrei vita
aura sinna og krónu tal.

Örlög spinna æviþráðinn
auður spillir gæfu manns,
ef hann tekur af oss ráðin
og við gerumst þrælar hans.

Þá finn ég nálgast feigðarvog
flest mun verða tárum laugað
með efst i huga auðinn og
úlfaldann og nálaraugað.