Þóra Ólafsdóttir frá Háholti | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Þóra Ólafsdóttir frá Háholti f. 1833

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Þóra Ólafsdóttir var frá Háholti í Gnúpverjahreppi. Þóra var alla ævina minni máttar, ekki síst vegna sjóngalla, svo að hún gekk aldrei heil til skógar, en orð fór af gáfum hennar og hagmælsku. hún var síðari hluta ævinnar á Stóra-Núpi í skjóli Ólafar Briem vígslubiskupsfrúar.

Þóra Ólafsdóttir frá Háholti höfundur

Lausavísur
Feigðarsnæs af fjöllum blæs
Látið Þóru liggja á ská
Ofar Laugu fjöldinn enga finnur