Þura Árnadóttir, Þura í Garði | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Þura Árnadóttir, Þura í Garði 1891–1963

EIN LAUSAVÍSA
Þura var dóttir Árna Jónssonar bónda í Garði og Guðbjargar Stefánsdóttur konu hans. – Þura var ógift og barnlaus, átti alla tíð heimili í Garði en vann víða, meðal annars í Lystigarðinum á Akureyri. Hún fékkst við ættfræði og gaf út 'Skútustaðaættina (niðjatal Helga Ásmundssonar á Skútustöðum)' 1951. Vísur Þuru urðu landfleygar og margir sendu henni skeyti í bundnu máli. Hún var gamansöm og kunni afar vel að gera grín að sjálfri sér. 'Vísur Þuru í Garði' komu út á bók 1939 og endurútgáfa með dálitlum breytingum 1956. (Heimild: Hjálmar Freysteinsson (tölvupóstur 10. júní 2010) og Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson: Íslenzkt skáldatal m – ö. Reykjavík 1976, bls. 103–104)

Þura Árnadóttir, Þura í Garði höfundur

Lausavísa
Ég vild ég ætti Erlend prest