Brynjólfur Einarsson | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Brynjólfur Einarsson 1903–1996

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Brynjólfur Einarsson fæddist á Brekku í Lóni 7. júní 1903, sonur hjónanna Guðnýjar Benediktsdóttur og Einars Pálssonar. Hann ólst upp á Vopnafirði og á Eskifirði, þar sem hann átti heima til ársins 1933 en þá flutti hann til Vestmannaeyja ásamt konu sinni, Hrefnu Hálfdánardóttur, og tveimur sonum þeirra og bjó þar síðan. Brynjólfur sótti sjó á yngri árum en lærði skipasmíði og vann við hana lengst af. Hann orti mikið af lausavísum, oft um atburði hversdagsins og flestar glettnar.

Brynjólfur Einarsson höfundur

Lausavísur
Lífs af hollum heilsulindum
Mál þitt hefur margan glatt
Sunnan víði vindur blés