laus taumur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

laus taumur

Fyrsta ljóðlína:mín vitjaði maður
bls.14. árg 2016, bls. 198–199
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2016
mín vitjaði maður
í draumi
með hófadyn
og móreyk í skikkju

svo hvarf hann
jafn snöggt og
hnegg hrossagauksins
þagnar í lofti

ég verð að finna
á hann nef, augu
og umfram allt munn
allt annað man ég mætavel

augun eru auðfundin
hafa verið söm
frá landnámstíð
og horft á mig margoft
úr ýmsum andlitum
á ferðum mínum
um tiltekið hérað

Þórir dúfunef
ljær mér fúslega
nefið sitt
fagursveigt

en munnurinn
sem brenndi sig
í barnsminni mitt
var Skarphéðins

var furða
þó ég vaknaði
með slíku ofboði
sviða í augum
og hrossamóðu
upp fyrir haus…?