eftir næturvakt á Kleppi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

eftir næturvakt á Kleppi

Fyrsta ljóðlína:dögunin er lögð ofan á nóttina
Höfundur:Dagur Hjartarson
bls.14. árg 2016, bls. 174
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2017
dögunin er lögð ofan á nóttina
varlega
eins og klútur
sem dregur í sig myrkur

við höfnina standa þyrpingar
af gámum
ryðbrúnir
ofan á gulum

þessi mynd er heit
og annarleg

kannski hefur Mark Rothko
fengið vinnu hjá Eimskipafélaginu

kannski eru þessir gámar fullir af depurðinni
sem verður ekki orðuð
nema með tveimur litum
á striga