Tvíein/nn (Hermafródítus og Salmakis í tjörninni) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tvíein/nn (Hermafródítus og Salmakis í tjörninni)

Fyrsta ljóðlína:Hann / kvaddi Ídafjall
bls.14. árg. 2016, bls. 166–168
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2017
Hann
kvaddi Ídafjall
og sá það aldrei framar.

Hún
greiddi hár sitt
með limviðargreiðu.

Tjörn
tær og umlukin fersku grasi.

Hann
sá Tjörn.

Hún
sá hann.

Tjörn
sendi spegilmynd hans
til baka.

Hann
tíndi mjúk klæðin
af grannvöxnum líkama sínum.

Hún
brann.

Tjörn
gældi við kálfa,
læri, rass.

Hann
blikaði í tæru vatninu
eins og fílabeinsstytta.

Hún
logandi tryllt.

Tjörn
gáraði spegilslétt yfirborð
þegar hún stakk sér ofan í.

Hann
tók sundtök.

Hún
stal kossum
og þuklaði.

Hann
á hæl og hnakka.

Tjörn
þögul.

Hún: Offors.
Hann: Offors.
Tjörn: Offors.

Hún
vafningsviður og
kolkrabbi.

Hann
fimmtán ára.

Tjörn
þögul og tær.

Hún
bað um guðlega íhlutun
og fékk.

Hann
bölvaði tjörninni.

Tjörn
umvafði þau.

Tvíein kraumvera.