Með tungunni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Með tungunni

Fyrsta ljóðlína:Stríðsmaður, töfralæknir
bls.14. árg. 2016, bls. 103–104
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2016
Stríðsmaður, töfralæknir
vopnaður lýru og tungum tígrisdýra
drukknaði í dularfullum
heimi tára

drukknaði í líknandi kvoðu
úr helli í jörðu

ljóðin áttu að lækna
en það er ekki til nein lækning.

Ég skar þig með tungunni.

-8-

Skar þig upp
með tungunni

skaraði í
tímann í líkamann

gömlu örin
brotnu kúpuna

varnarvirkið
stjórnlausan óttann

hara-kiri mynstrið
vætlandi síðusárið

hringinn
mókandi glóðina

til að umbylta
til að endurvekja

færa innyfli úr stað
færa líf í dauða

skar þig upp
skar þig niður

með sálmi, auga
steini sem sökk.

Ég skar þig með tungunni
orð fyrir orð.