Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ómunatíð

Fyrsta ljóðlína:Laufið er fokið
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2016
Flokkur:Sónarljóð

Skýringar

Sónarljóðið 2016.
Laufið er fokið
baulið í kúnum
lágvært og haustlegt

Trén standa í garðinum
bíða eftir hvítum svefni

Eitt sinn hefði ég sagt:
örþreytt
standa trén í garðinum

Núna fullyrði ég ekkert
um tilfinningar trjáa
ekkert um lopaprjónaða
nóvemberþoku

Fullyrði ekkert um linditrén
við stöðuvatnið
þar sem hótelið var

Núna reyni ég
að vera reiðubúinn til ferðar
á hverju kvöldi

Sérhver nótt
nýtt ferðalag yfir heiðina
Sérhver nótt ómunatíð

Reyni að muna feginleikann
að vera kominn niður
hinum megin

Furðan að sjá linditré
við stöðuvatnið
þar sem hótelið var …