Vor í dal * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vor í dal *

Fyrsta ljóðlína:Þó að æði ógn og hríðir
bls.194
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þó að æði ógn og hríðir,
aldrei neinu kvíða skal.
Alltaf birtir upp um síðir,
aftur kemur vor í dal.
2.
Bráðum þýðir vindar vaka,
viknar fönn í hamrasal.
Allir vetur enda taka,
aftur kemur vor í dal.
3.
Lindir niða, lækir streyma,
lifna blóm í fjallasal.
Fuglar yfir auðnum sveima,
aftur kemur vor í dal.
4.
Sólarbros og blómaangan,
berast þér að vitum skal.
Eftir vetur óralangan,
aftur kemur vor í dal.
5.
Þá skal lifna, leyst úr dróma,
líf sem áður dauðinn fal.
Þá skal yfir öllu hljóma:
aftur, aftur kemur vor í dal.