Borgarlækur (A Brook in the City) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Borgarlækur (A Brook in the City)

Fyrsta ljóðlína:Hann fellur illa að beinni götu í borg
Höfundur:Robert Lee Frost
Þýðandi:Atli Harðarson
bls.109-110
Viðm.ártal:≈ 2025
Hann fellur illa að beinni götu í borg
en bærinn hímir samt við nýgert torg,
norpir búinn númersplötu. En hvar
er núna lækjarbugðan sem að var
með kotið eins og inni í faðmi sér,
er ekkert sýnilegt af henni hér?
Ég spyr af því ég þekkti téðan læk
hans þunga straum og iðuköstin spræk
sem léku dátt. Ég lét þar fljóta blóm
og las í ferðir vatnsins, nam þess hljóm.
Þar sem var engi gras ei lengur grær
því gráleit steypan vöxt þess hamið fær
og eplatrén í eldinn hjuggu menn
en örvænt mun að vatnið hverfi senn,
því ódauðlegu ekkert grandað fær.
En eitthvað varð að gera þar sem tær
bæjarlækur leið við grænan svörð.
Hann luktur var í ræsi djúpt í jörð.
Þar dúsir hann og dýflissan er þröng,
daunill, myrk og lokuð undirgöng.
Hans eina sök var kannski að vera um kjurt
og komast ekki á flótta langt í burt.
Ef gömul kort ei gerðu honum skil
hann gleymdur væri, engin minning til.
Mér finnst samt eins og iðjuleysi vomi
yfir prísund dimmri og þaðan komi
hugsanir sem banna væran blund
svo borgin hvílist aldrei nokkra stund.


Athugagreinar

Á frummálinu (Heimild: PoemHunter.com)
The farmhouse lingers, though averse to square
With the new city street it has to wear
A number in. But what about the brook
That held the house as in an elbow-crook?
I ask as one who knew the brook, its strength
And impulse, having dipped a finger length
And made it leap my knuckle, having tossed
A flower to try its currents where they crossed.
The meadow grass could be cemented down
From growing under pavements of a town;
The apple trees be sent to hearth-stone flame.
Is water wood to serve a brook the same?
How else dispose of an immortal force
No longer needed? Staunch it at its source
With cinder loads dumped down? The brook was thrown
Deep in a sewer dungeon under stone
In fetid darkness still to live and run –
And all for nothing it had ever done
Except forget to go in fear perhaps.
No one would know except for ancient maps
That such a brook ran water. But I wonder
If from its being kept forever under,
The thoughts may not have risen that so keep
This new-built city from both work and sleep.