Sjónin lagar sig að myrkrinu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sjónin lagar sig að myrkrinu

Fyrsta ljóðlína:Þú kemst ekki neðar en á botninn
bls.13. árg. bls. 36
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2015
I.
Þú kemst ekki neðar en á botninn.

II.
Sumir fiskar hafa engan
kjálka.

Og fiskar sem borða ekki
aðra fiska
hafa ekki tennur.

III.
Á hafsbotni
ertu skarkolinn.

Þú grefur þig í sandinn
í felulitunum.

Enginn sér þig.

IV.
Og enginn veit
hvað þú sérð.