Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Rjúpan

Fyrsta ljóðlína:Oft á rjúpa upp til heiða
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
o
o
o
o
o
o
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2015

Skýringar

Kvæðið er víða skreytt skot- og aðalhendingum en ekki svo reglulega að það geti talist hluti braglýsingar.
1.
Oft á rjúpa upp til heiða,
erfitt þegar frostið bítur,
kuldaélin kvelja og meiða,
kalstrá flest við jörðu brýtur.
Hún þó laufin, létt á reiða,
loppin upp úr hjarni slítur.
2.
Sneyðir æti snjóabreiða,
og snapir fáar rjúpan hlýtur,
er hún þó að leita leiða,
að lifa meðan frelsis nýtur.
Oft á rjúpa upp til heiða,
erfitt þegar frostið bítur.
3.
Frækinn maður fer til veiða,
fuglinn hvíta augum lítur,
í frosnu hjarta finnur leiða,
firrtur gleði, einskis nýtur,
löngun hefur lífi að eyða,
lyftir vopni, dýrið skýtur.