Metrópólíslæða | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Metrópólíslæða

Fyrsta ljóðlína:Þess konar þoka
bls.1. árg. bls. 88
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2002
Þess konar þoka
sem leggst ekki yfir
nema á fimm ára fresti

kirkjuturnar
strokast út
bílar aka
inn í ský
börn ganga
á umferðarskilti

og skáldin fá öll
sömu hugmyndina
því nú er skyggni
til að skrifa:

... niður brekku
hjólar stúlka
líkt og drjúpi
af himnum ...