Í rökkrinu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í rökkrinu

Fyrsta ljóðlína:Ég í rökkrinu kvæðin mín kvað
bls.1. árg. bls. 21–22
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2002
Ég í rökkrinu kvæðin mín kvað,
öll mín kvæði um vorið og þig.
Já, og vinan mín, þökk fyrir það
sem að þú hefur gert fyrir mig.

Man ég enn hve sú gata var greið
þar sem gengum við saman eitt vor.
Upp með fljótinu lá okkar leið,
þar í leynum mun geymast hvert spor.

Og ég man hvernig síðförul sól
rann um síðir í fjallgarðsins tá.
Hverja von, sem að æska mín ól,
hef ég andvana kvatt síðan þá.

Skammt frá læknum við kvöddumst í kvos
og þú kvaðst ganga burtu þinn veg.
Handan fjallsins þín fegurstu bros
hafa fölskvast — og hérna stend ég.