Nú syng ég aftur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nú syng ég aftur

Fyrsta ljóðlína:Nú syng ég aftur sönginn minn um þig
bls.1. árg. bls. 20
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2003
Nú syng ég aftur sönginn minn um þig
og sólin rís við austur, björt og heið.
Þó að við höfum gengið langa leið
og langt að skilin, hvort sinn villustig,
þá syng ég aftur sönginn minn um þig.

Og þó að nú sé rödd mín orðin rám
sem rifið járn og stirður textinn minn,
ég aftur gamla undirtóninn finn
sem yljar mér frá hvirfli niður að tám.
Jafnt þó að nú sé rödd mín orðin rám.

Og þó að heyri enginn á minn söng
og út í bláinn týnist hvert mitt stef
ég sáttur minni forsjón fyrirgef
og finn hve blómin anga dægrin löng,
þó svo að heyri enginn á minn söng.

Og þó svo aftur þögnin grúfi hér
og þaggi hvern minn tón, sem frjósi lind,
ég á í fórum engilskæra mynd,
sem aldrei verður tekin burt frá mér,
jafnt þó svo aftur þögnin grúfi hér.