Mjaltakonur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mjaltakonur

Fyrsta ljóðlína:Mjaltakonur ganga á heimleið úr haga
Höfundur:Christian Matras
bls.2. árg. bls. 30
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) AABBO
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2004 (þýðing)
1.
Mjaltakonur ganga á heimleið úr haga,
hoknar undir biðunum þreyttum fótum vaga.
Leikur mjólk í biðu og liggur sárt að iljum
lyngið á heiðinni og urðarmöl í giljum.
Heima liggur lítill og sefur.
2.
Mjaltakonur staulast sem á streng heim að görðum,
stakar ein og ein og líkjast fjallavörðum
sem komu sér á stjá þegar húma tók á heiði.
Og hliðið tekur við þeim og þorpsvegurinn breiði.
Heima liggur lítill og sefur.
3.
Þreyttum fótum kjaga þær hver til síns heima.
Að húsabaki kisu um mjólk er að dreyma;
hún mænir undan njóla eftir mjaltakonu ferðum
á mótum kvölds og nætur — og biðan full á herðum!
Heima liggur lítill og sefur.