Haust | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Haust

Fyrsta ljóðlína:Fullur máni ljær frostbunkum hamranna ljós
bls.7. árg. bls. 162
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aBaB
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009
Fullur máni ljær frostbunkum hamranna ljós.
Fjaran skín eins og hreistur á nýgengnum laxi.
Hver einasti pollur er útsprungin hélurós,
hvert einasta strá hefur puntað sig silfurfaxi.
Hljóðlega koma öldur af svörtum sjónum
en sandurinn marrar dálítið undir skónum.