Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Úr hugarfari

Fyrsta ljóðlína:Hugarfar / er fleyta innst / í fórum mínum
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009

Skýringar

Þó að línum sé skipt með þeim hætti sem hér er gert er ljóðið hefðbundin braghenda.
Hugarfar
er fleyta innst
í fórum mínum

og undir ljóða-
seglum sínum

siglir beint
að huga þínum

-8-

Það er svona
þetta líf
og því ég segi:

Fótasár
þó fari vegi

fagna skal ég
hverjum degi

-8-

Birkið lætur
bærast fyrir
björtum vindi

líkt og væri
veifað hendi –

vinum þessa
kveðju sendi

-8-

Hestar slengja
hófadyn
um hálfan dalinn

Hann liggur þar
í lofti falinn

og lætur óma
fjallasalinn