Óðinsdagur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Óðinsdagur

Fyrsta ljóðlína:Þetta var vikan
Höfundur:Stefán Snævarr
bls.8. árg. bls. 91–92
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Þetta var vikan
án miðvikudags,
vikan þegar Óðinsdagur
fyllti Ginnungagapið
milli þriðju- og fimmtudags.

Þetta var dagurinn
þegar við sátum
í Hliðskjálf stundanna
og sáum gegnum
holt og hæðir.

Þetta var dagurinn
þegar við héngum
í níu mínútur um nónbil
á trjágrein í hífandi roki
fórnir jafnt sem fórnfærendur.

Þetta var dagurinn
þegar við vorum blind
á öðru auga,
alsjáandi samt
og hattbörð slúttu
yfir ennin.

Þetta var dagurinn
þegar við fórum
á krá sem heitir Valhöll
þjóruðum og biðum
þess áköf
að Þórsdagur rynni upp,
dagur hins máttuga hamars.