21. júní 2000 og alltaf | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

21. júní 2000 og alltaf

Fyrsta ljóðlína:Ég var staddur í miðnæturbliki
Höfundur:Eyþór Árnason
bls.8. árg. bls. 39
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Ég var staddur í miðnæturbliki
milli Gróttu og golfskálans
þegar sólin ákvað að
sökkva frá mér

Þá kallaði ég örvæntingarfullur:
„Farðu ekki góða sól“
– gerði mér svo lítið fyrir og
söng hana aftur upp á himininn

Til hún héldist örugglega þar uppi
stal ég fiskitrönum og sperrti undir
– svokallaðar sólstöður

Klæddi svo trönurnar með nautshúðum
og býð þér með í svett
meðan ekki hvessir