Mynd þín á Fésbók | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mynd þín á Fésbók

Fyrsta ljóðlína:Þú ert í ljósum múslínkjól
Höfundur:Ingunn Snædal
bls.8. árg. bls. 23
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
þú ert í ljósum múslínkjól
með eldrauðan varalit
bylgjur í síðu hárinu eins og
kvikmyndastjarna frá gömlum tíma
horfir beint á mig gegnum
hvít blúndugluggatjöld og allt
í einu er sem enginn tími hafi
liðið og ég býst hálfpartinn við
að þú ávarpir mig þar sem
ég sit í grænum sófa með
tölvuna í kjöltunni vöðvabólgu í
öxlunum og kalt kaffi í bolla