Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vorið sem ég dó

Fyrsta ljóðlína:Ég hélt það myndi djarfa af degi nýjum
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:9. mars 2010
Ég hélt það myndi djarfa af degi nýjum.
Sú draumsýn brást mér þó,
er sólin hvarf í kaf af kólguskýjum
og kuldinn um mig smó.
— Var það ekki vorið sem ég dó?

Og þar sem áður ástin sat að völdum
nú ógn og skelfing bjó
sem linnulaust með fantakrumlum köldum
í kaunin stöðugt hjó.
— Var það ekki vorið sem ég dó?

Og einn míns liðs ég villtur fór á vegi,
mér veittist aldrei ró.
Svo fölnar jörð á fyrsta sumardegi –
þá fannst mér lifað nóg.
—Var það ekki vorið sem ég dó?