Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

París 2012

Fyrsta ljóðlína:Sagan / í húsum
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012
Sagan
í húsum
á veggjum
í götum og görðum

turnar og hvelfingar
marmari og gull
andlit á striga
blóðug angist
byltingar

Niður alda
ómar frá súlunum
á mannhafið
sem drekkur í sig 
menningarsöguna
með japanskri linsu