Ellikerling | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ellikerling

Fyrsta ljóðlína:Hún stendur við stofugluggann
bls.10. árg. bls. 150
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012
Hún stendur við stofugluggann
sér póstsendilinn koma upp stíginn
heyrir skella í bréfalúgunni
gengur fram á skörina
horfir á bréfið
sem liggur
á forstofugólfinu
en sparar sér sporin
þangað til hún á annað
brýnt erindi
niður
árans
stigann!