Vorkvöld sem var | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorkvöld sem var

Fyrsta ljóðlína:Skellirnir frá bátunum
bls.10. árg. bls. 89-90
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012
Skellirnir frá bátunum
sigldu á kvöldlogninu
inn um opna glugga.

Við bryggjusporðinn
riðu karlar net
og spáðu í veður og afla
á meðan konurnar
báru blómafregnir
milli garða.

Krakkarnir kölluðust á
við kola og marhnút
hjá máríuerlunni
sem lá á eggjum
undir iljum þeirra.

Nú er fólkið farið
og fuglarnir 
horfnir af hreiðri.

Trébryggjan gamla
er gengin á land
orðin að steini.