Hringflétta | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hringflétta

Fyrsta ljóðlína:Nú skal brúka nýjan hátt
bls.10. árg. bls. 61
Bragarháttur:Hringflétta (villanella)
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012

Skýringar

Í bók sinni Sprek af reka birtir Þorsteinn Gylfason þýðingu á ljóði eftir Dylan Thomas undir sérstæðum, þríhendum bragarhætti, og í annarri bók Þorsteins, Söngfugl að sunnan, er annað ljóð undir sama hætti eftir James Joyce. Þar upplýsir Þorsteinn að hátturinn sé ítalskur að uppruna
og heiti villanella og Þorsteinn nefnir hann hringlilju á okkar máli. Í vísunum hér á eftir er fylgt sömu reglu og í hringlilju varðandi lengd ljóðlína og röð á endarími, en endurtekningum hagað nokkuð á annan veg og líklega rétt að kalla háttinn öðru nafni.
Nú skal brúka nýjan hátt
nafnið ferskt og laglegt er.
Ég hef ei við hann áður átt.

Það er svona frekar fátt
um ferskar vísnagerðir hér.
Nú skal brúka nýjan hátt.

Ég hef ei við hann áður átt
og óljóst hvernig verkið fer.
Til þess á ég frekar fátt.

Villanella heitir hann
hingað kom um langan veg.
Helst ég brúka háttinn þann.

Íslenskt nafn sér óðar fann
enda er tungan dásamleg.
Villanella hét þó hann.

Helst ég brúka háttinn þann
hringfléttu sem nefni ég
því íslenskt nafn hann óðar fann.