Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ósómi ýmsra hnatta

Fyrsta ljóðlína:Í fljótandi veröld
Bragarháttur:Ljóðaháttur
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2014

Skýringar

Aðfararorð:
Á hurðinni stóð að opnunartímar væru milli hálf þrjú og þrjú á miðviku­dögum en eitt til korter í þrjú annan hvern fimmtu­dag. Ég fékk lítinn gulan miða með númerinu N223 áprentuðu í sót­bleki.
Ég horfði upp og sá blikkandi D171 á veggnum, upplýst í skærum rauðum rafdoppum. Ein kona sat í afgreiðslunni bak við gegnsætt plast.
Ekki er það til einskis að sérhæfa sig í þolinmæði og þrautseigju í þessum heimi.
Þegar röðin kom að N223 afhenti ég konunni eyðublaðið sem ég hafði   MEIRA ↲
Í fljótandi veröld
frægðar og hagvaxtar
fetaði ég forðum, dómari.
Tigið bar nafn
tvinnað úr frama
en grandað af græðgi, dómari.

Fleyi á flótta
úr fjöru hrindi
í baðvatn Buðla, dómari.
Reiknandi um rán
eru ráðin dýr
ef sandar synja, dómari.

Hvar mega dveljast
Dvalins niðjar,
ósómi ýmsra hnatta?
Drifhvítar arkir
byrgja dyrnar
veggberg vottorða, dómari.


Athugagreinar

Eftirmáli
Ég leit upp frá skrifum mínum til að athuga hvort tíminn væri búinn en sá að prófdómarinn hafði samviskusamlega yfirgefið salinn eftir fimmta greinar­merkið. Ég tók það sem merki um að prófið væri búið. Ég skildi strimil­inn eftir á borði og gekk hljóðlega út. Tilvistarleyfið mitt kom í póstinum átta vikum síðar.