Fjórar tönkur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjórar tönkur

Fyrsta ljóðlína:Sólgulur fífill
Höfundur:Páll Biering
bls.12. árg. bls. 117
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2014
Vor
Sólgulur fífill
verður á vegi okkar    
grýttum og gráum.
Þú stígur feti nær mér
til að stíg‘ ekki á hann.

Sumar
Flökta í blænum
fishvít blóm reynitrjánna.
Sáðkorn feykjast
í frjóbeð fyrirheita
eins finn ég mitt djúpt í þér.        

Haust
Lyngbrekkan roðnar
við atlot lengri nátta
sem silast áfram
síðan ég sá þig fölna
þá nafn hans bar á góma.

Vetur
Sé vott af gáska
í styggu fasi þínu,
í gegnum fjúkið
grænbrosandi grenitré
í hjarni dauðahvítu.