Simla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Simla

Fyrsta ljóðlína:Blóð í brúnum mosa
bls.12. árg. bls. 4
Bragarháttur:Dróttkvætt, háttlausa með tvíliðahrynjandi
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2014
Flokkur:Sónarljóð

Skýringar

Sónarljóðið 2014.
Blóð í brúnum mosa –
Bráðum kemur vorið,
hlýjum, góðum höndum
Hlíðarfjallið strýkur.
Brumar birkiskógur,
blánar vorsins ótta.
Hlánar harður þeli.
– Hreindýrskýrnar bera.

Blóð í brúnum mosa –
Að baki langur vetur.
Svellalög og sultur,
svartnætti og hríðar.
Hér skal nótt sem nemur,
nýju lífi fagnað.
Það í þraut skal alið
– þrjóta móðurkraftar.

Blóð í brúnum mosa –
Birtir senn af degi.
Liggur lítill kálfur
lífvana í mónum.
Með svo mjúka þófa
mórauð tófa læðist.
Blóð í brúnum mosa.
– Brostin móðuraugu.