Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Grunnur

Fyrsta ljóðlína:Svona er ástandið
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2013
Svona er ástandið:
 
ekkert í fréttum
en það gerir ekkert til
því ég á mér svo auðugt
innra líf
tölvan suðar
kaffið kólnar
kerfið spyr
um hvarfefni og sýrur
 
svona er útsýnið:
 
möl grjót vírar teinar
nammibréf
gömul dagblöð
brotnar flöskur
tómir sígarettupakkar
dósir flöskur regnvatn slý
skítur
grunnurinn
gígurinn
þar sem demantssprengjan féll
 
og flóttinn brast á eins og brotið gler
frammi fyrir hinu ómögulega sári
og gamli heimurinn gamla landið gamli ég
við nögum úr okkur hjartað
í framandi borgum
þar sem köngulær hvæsa
eins og óðir spámenn hangandi
neðan úr hornum myrkra stigapalla
 
hnitum stærri og stærri hringi
kringum holuna
 
en komum samt einhvern tíma heim
með köngulær og allt
tökum það sem er
og byggjum nýtt
byggjum okkar
 
byggjum nýtt
byggjum okkar