Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Húsið

Fyrsta ljóðlína:Ég læðist að þögla
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2013
ég læðist að þögla
húsinu á myndinni
legg ennið að gleri
gluggans
rýni í rökkrið
loka augum
hlusta
heyri þau koma inn
lúin eftir langa ferð
fætur barnanna
snerta gólfið
hikandi
augun opin
spurul

hún
sem á ekkert
nema kvíða sinn
og ótta
rekur lestina
leiðir þau yngstu
sér við hönd

er hún lítur upp
í átt til mín
hörfa ég undan
legg myndina
varlega niður aftur
meðal hinna