Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kossinn

Fyrsta ljóðlína:Kvöldstjarnan björt af himni horfir dreymin
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2003
Flokkur:Sónarljóð

Skýringar

Sónarljóðið 2003.
Kvöldstjarnan björt af himni horfir dreymin,
úr húmi skógar ungmær spurði feimin:
„Stjarna, seg mér hvað uppheims engill hyggur
er ást í leynum fyrsta kossinn þiggur.“

Og himins dóttir henni galt að svari:
„Þá horfir sæll til jarðar engla-skari
sem þar sitt eigið yndi speglast lætur;
einungis Dauðinn hverfur frá og grætur.“


Athugagreinar

Á frummálinu:
På silvermolnets kant satt aftonstjärnan.
Från lundens skymning frågte henne tärnan:
„Säg, aftonstjärna, vad i himlen tänkes
när första kyssen åt en älskling skänkes.“
Och himlens blyga dotter hördes svara:
„På jorden blickar ljusets ängla-skara
och ser sin egen sällhet speglat åter.
Blott döden vänder ögat bort och gråter.“