Skeggbolli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skeggbolli

Fyrsta ljóðlína:Skeggbolli stendur í skáp og rykið hylur
bls.7. árg. bls. 4
Bragarháttur:Stuðlaður kveðskapur án ríms og reglubundinnar hrynjandi
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009
Flokkur:Sónarljóð
Skeggbolli stendur í skáp og rykið hylur
rósaverkið
rennt er ei lengur í staup.

Hvað skaðar það fjallkóng þótt fenni og stormar næði
og fuglar hverfi á braut
úr bleiksmýrunum þar sem mosinn er mýkstur?
Hverju skiptir það fjallkóng sé fjársafnið komið til byggða
þótt sumarlækir syngi þar vetrarljóð
sem gulvíðirunnarnir sölna seinast á haustin?

Gömul spor eru grafin í fjalldrapamó
gangnaforinginn allur og hóftökin þögnuð
silfurbúin svipa fallin úr greip
hulin moldu höndin sem staupi lyfti
og hélt um bollann.

Haustgola þylur við eyra:
Hjörð hans kollheimt var komin í hús fyrir myrkur.
Hann lifir í minni landsins
en ekki þínu.

Skeggbolli stendur í skáp og rykið hylur
rósaverkið sem máðist í hendi hans
... úrfestin löngu týnd ... og tinstaupið glatað.