Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sigur

Fyrsta ljóðlína:Grenitrén stingast
Höfundur:Gerður Kristný
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2013

Skýringar

Sónarljóðið 2013.
Grenitrén stingast
eins og spjót
upp í vatnsbláan himininn
 
Þögull þéttir
skógurinn raðir sínar
 
Samt sleppur
hann í gegn,
hvíti hreinninn
sem stefnir í átt að
að himinbláu vatninu