Kvæða- og vísnasafn Kópavogs

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (14)
Drykkjuvísur  (1)
Gamanvísur  (1)
Háðvísur  (2)
Lífsspeki  (1)
Níðvísur  (1)
Trúarvísur  (1)
Þingvísur  (1)

Dauðinn sótti sjávardrótt


Tildrög

Seint á nítjándu öld fórst skip fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi sem róið hafði suður í Garðsjó. „Það var á næturþeli og nær lágnætti, og sagði maður úr Gróttu, er þá var drengur og lá vakandi í rúmi sínu þessa nótt, að farið hefði líkt og fellibylur yfir bæinn og eyna, en rétt á eftir hefði hann heyrt kveðna á glugganum vísu þessa.“
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttu töngum.