Kvæðasafn Borgfirðinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hvítárbakki - Reykholt

Fyrsta ljóðlína:Hjá öldungsins knjám lærir æskan hið fyrsta a,b,c.
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1930
Hjá öldungsins knjám lærir æskan hið fyrsta a, b, c.
Á fortíðar öskunni framtíð reisir sín fegurstu vé.

Í upphafi jafnan endirinn veitist örðugt að sjá.
Hornsteinn veit eigi hve hátt mega turnar til himins ná.

Á bakka við ána stóð örlítið kot, svo óþekkt og smátt,
en þar hafði Verðandi rist sínar rúnir: að rísa hátt.

Þar var ekki á fortíð né farinna tíma frægðum byggt.
En vara þig, Reykholti, sem veizt þína frægð sem vígi tryggt.

Og hyrningarsteinn þinn er Hvítárbakki með hálfent starf.
Þitt er að vaxta til frægðar og frama fenginn arf.

Brátt verður ráðandi ófædda öldin og aðrir menn.
Einnig á rústum okkar byggja aðrir senn.

Við endurskin liðinna daga vorn dóm eiga drengir og víf,
er menningin ein verður okkar dauði eða eilíft líf.