Kvæðasafn Borgfirðinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jóhann Björnsson hreppstjóri

Fyrsta ljóðlína:Stíginn er stiltur
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1921
Stíginn er stiltur
af stjórnarpalli,
vinsæll, valmenni,
vörður dyggur.
Holskeflan hinsta
nú huldi ferju,
og langvint skammdegi
lokað hefur brá.

Vantar í verstöð
vígan sægarp,
við öldur og úða
sem ei æðrast kunni.
Vantar í vinahóp
vildar brosið,
sem eyddi úlfúð
með ástúð sinni.

Fólstu fjölorð
með friðartákni,
aflið úrslitum
ei lést ráða.
Látlaust ljúfmæli
og lyndisþokki
knýtti vinbönd
með kærleiksmerkjum.

Fjarri fordild
þú Fróni unnir,
mændir úr stafni
á merkið háa.
Trúlynd forsjá
og fyrirhyggja,
víðsýn veglund
var þér vöggugjöf.

Þurfti ei granna
garð á milli,
né örskot
frá olnboga,
lagði ei til deilu
lágmark saka,
en miðlun og mat
var mælikvarðinn.

Hvað eru handtök
heljarmennis,
við vernd og fulltingi
friðararma?
Liðast lognsveipir
ljúfrar æfi,
um grátsjó
gremistunda.

Fækkar enn til funda, fórnum æskuvina,
lukka lífsins stunda, létti framsóknina.
Þakkir þúsundfaldar, þér svo margir unnu,
margoft munu taldar, minning þá við kunnu.