| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Eitt es sverð þats sverða

Bls.161–162


Tildrög

Ólafur konungur Tryggvason hafði gefið Hallfreði sverð án umgerðar. Eftir að Hallfreður hafði drepið einn hirðmanna konungs, er Óttar hét, var konungur allfár við hann þótt hann gæfi honum líf. Einn dag féll Hallfreður til fóta konungi og bað hann láta af reiði sinni. Konungur spurði þá hvort hann ætti enn sverð það er hann hafði gefið honum. Hallfreður játti því en gat þess að aldrei hefði það í umgerð komið. Spurði konungur hann þá hvort hann gæti ort vísu og nefnt sverð í hverju vísuorði. Hallfreður kvaðst til skyldi leita og kvaðst allt myndi vinna til að koma af sér reiði konungs. Síðan kvað hann vísu þessa. — Konungur þakkaði Hallfreði vel vísuna og gaf honum umgerð vandaða að sverðinu.

Skýringar

   Samantekt: Eitt es sverð sverða þats mik gerði sverðauðgan. Nú mun verða sverðótt fyr svip-Njörðum sverða; muna verða vansverðat ef yrði umbgerð jarðarmens at því sverði;  ek em verðr þriggja sverða.
   Skýringar: sverða svip-Njörður: hermaður; verða sverðótt: verða nóg af sverðum; muna: mun ekki; vansverðat: vanta sverð, verða vandkvæði með sverð; jarðarmen: löng torfa rist af jörð með báða enda fasta (sbr. ganga undir jarðarmen); umbgjörð jarðarmens: slíður, sverðsslíður?.
   Útlegging: Eitt er það sverð er gerði mig sverðauðgan. Nú mun verða nóg af sverðum hjá hermönnum. [Og] enginn vandkvæði með sverð ef fæst slíður að því sverði. Ég er verður þriggja sverða.

Eitt es sverð þats sverða
sverðauðgan mik gerði;
fyr svip-Njǫrðum sverða
sverðótt mun nú verða;
muna vansverðat verða,
verðr emk þriggja sverða,
jarðarmens, ef yrði
umbgerð at því sverði.