| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Hvör græðir hjartans kvíða

Bls.49–50


Um heimild

Vísan í Ljóðmælum er prentuð eftir ‘Andlegir sálmar og kvæði’ útg. á Hólum 1765, bls. 169–170. Hér er einungis vikið frá útgáfu Ljóðmæla að því leyti að spurnarfornafnið ‘hver’ er ritað ‘hvör’ en sá virðist hafa verið framburður Hallgríms ef marka má eiginhandarrit hans að Passíusálmunum. — Vísuna er einnig að finna í Lbs 1245 8vo, bls. 17, og fyrra hluta hennar í ÍB 572 8vo, bls. 129. Vísan er eignuð Hallgrími í Lbs 1245 8vo en engum í ÍB 572 8vo.

Skýringar

Fyrirsögn: Vísa dróttkveðin – Snorri kallar þennan bragarhátt ‘greppaminni’ og vísar það heiti fremur til efnis en forms.
Hvör græðir hjartans kvíða?
Hvör kætti menn grætta?
Hvör sótt hindrar hætta?
Hvör snauðum vann dauða?
Jesús huggar, hryggð lógar.
Hann græddi sorgmædda.
Hann lífi heilsu gefur.
Hann snauðan vann dauða.