| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

„Stróka-Móra. — Alli [Steinn] dvaldi vetrartíma að Tindum í Geiradal. Varð þá margt að yrkisefni sem annars staðar, en flest er þó gleymt nema eftirfarandi erindi. Er það orkt í orðastað Kristmundar Jónssonar pósts, en hann átti kindur hjá Arnóri bónda á Tindum. Þar sem Stefán er nefndur, er það Stefán Eyjólfsson á Kleifum í Gilsfirði.“ — „Oj, já, auminginn“ var máltak Kristmundar — „Alltaf lifir orðstírinn, / aldrei minnkar heiðurinn“ á sennilega við Kristmund sjálfan.

Skýringar

Hún var kostakind,
kúnstuglega hyrnd.
Gjarnan mætti tóra
greyið Stróka-Móra.
Oj, já, auminginn
allra besta skinn,
enginn fengi hana
annar en Stefán minn.
Alltaf lifir orðstírinn,
aldrei minnkar heiðurinn.
Allir vorir afkomendur munu sjá
að afreksverkin falla ekki í dá.