| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Nú ætlar Helgi að halda veislu

Flokkur:Kersknisvísur


Um heimild

Vísuna skráði Kristján Eiríksson eftir Hilmari Bjarnasyni frá Eskifirði 16. febrúar 2011. Hilmar er fæddur á Eskifirði 5. nóvember 1916 og uppalinn þar og hefur búið þar alla sína tíð. Hann þekkti bæði vel til Péturs skóara og Helga Kemp.


Tildrög

Vísuna orti Pétur um fyrirhugaða veislu Helga Kemp Konráðssonar sem var skósmiður á Eskifirði samtímis Pétri og jafnframt hundahreinsunarmaður í plássinu.
Nú ætlar Helgi að halda veislu,
höfðingjum verður boðið þar.
Helst mun þar verða haft til neyslu
hundakjöt stolið hér og þar.
Skammirnar verður skemmtunin,
skóræflar stappa deserinn.