| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Auðs ei neina ásýnd ber

Bls.24


Tildrög

Vísuna kvað Pétur um Þóru Brynjólfsdóttur sem ungling en hún varð svo síðari kona hans.

Skýringar

Vísan er einnig í Sögu frá Skagfirðingum eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason og þar höfð örlítið öðruvísi. Þar greinir frá búskap Péturs á Sjávarborg og segir síðan: „Þá bjó Brynjólfur son Halldórs biskups að Brennigerði hjá Borg og var örsnauður; komu börn hans, Halldór og Þóra, stundum til Borgar og þágu þar góðgjörðir og voru mjög illa sett að klæðum. Ber þá svo til eitt sinn að Pétur sá Þóru og kvað þetta mjög ófyrirsynju: Auðs ei neina ásýnd ber / andlitshreina snótin. / Þessi eina mun þó mér / mæðu reynast bótin. (Saga frá Skagfirðingum. Annað bindi, bls. 6)
Auðs ei neina ásýnd ber
útlitshreina snótin.
Þessi eina mun þó mér
mæðu reynast bótin.