| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Áður heyrði ég ýmsa tala um það

Höfundur:Stefán Vagnsson*
Bls.272–273


Tildrög

Stefán lýsir svo tildrögum þessara vísna: „Sumarið 1946 var ég á Akureyri, hjá Karli Friðrikssyni. Rögnvaldur Jónsson, sveitungi minn, var þá við verkstjórn uppi á Öxnadalsheiði og gerði mér boð, að hann ætlaði að koma til Akureyrar og hitta mig þar. Ég náði í ákavítisflösku og ætlaði að hressa hann, en asinn var svo mikill á honum, að hann mátti ekkert stanza, og því var flaskan aldrei tekin upp. Nokkru seinna fórum við Karl austur að Jökulsá á Fjöllum, og var þá flaskan með í förinni. Þá var ort:“
Áður heyrði ég ýmsa tala um það
að enginn réði sínum næturstað
og þetta einatt sástu sála mín
að sama gildir líka um brennivín.

Því ákavítisflaskan fagurleit,
sem fulltrúi þess besta hér í sveit,
hún átti að stingast út af „Mærajarli“
en endaði svo niðri í mér og Karli.