| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Svona uggir illa mig

Bls.84
Flokkur:Ákvæðavísur


Tildrög

Snæbjörn í Hergilsey hefur vísuna eftir Gísla sjálfum og segir frá því að Gísli hafi eitt sinn komið í Hofsós, síðla sumars. Var þá vöruskip þar tilbúið til siglingar en kurr mikill í mönnum vegna verslunarinnar og báðu menn Gísla að kveða skipið til heljar. Gísli kvaðst hafa færst undan á allan hátt en látið til leiðast að lokum og þá ort þessa vísu. Síðan segir orðrétt í Sögu Snæbjarnar: „ Það veit hamingjan,“ sagði Gísli að lokinni vísunni, „að ég meinti ekkert vont, aðeins lét eftir þeim að búa til stökuna til þess að hafa frið. En skipið fórst með öllu á leiðinni til útlanda. Hann kvaðst hafa iðrazt mjög eftir fljótræði sínu. En margir klöppuðu lof í lófa og kölluðu hann ákvæðaskáld. Svona var hjátrúin mögnuð.“
Svona uggir illa mig
að ég kveðið geti,
hljóti rugg um heljarstig,
hafni duggan aldrei sig.