| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þessi snót er mönnum mót

Bls.87


Tildrög

Gísli var á norðurleið úr verinu vorið 1811 og var einn samferðamanna hans Einar Brynjúlfsson frá Varmalandi í Sæmundarhlíð. Segir svo í Æfisögu Gísla, síðu 87: „Áðu þeir á norðurleið hjá Draghálsi í Svínadal, var það um krossmessuleyti, gengu heim og báðust drykkjar. Bóndakona var úti við. Einar bað hana og bótar fyrir skó sinn ærið mjúklega. Brást hún reið við, kallaði þá illmenni vera mundu, er líkt væri Norðlingum.“ Kvað Gísli þá vísu þessa.
Þessi snót er mönnum mót,
mikið fljót að rausa,
kennir ei hót af kærleiksrót
konan bótarlausa.