| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við sitjum hljóð og erum ein

Höfundur:Friðrik Hansen
Bls.23
Flokkur:Ástavísur


Tildrög

Hannes Pétursson greinir svo frá tildrögum þessarar vísu: „Vísurnar voru þrjár upphaflega, en aðeins ein þeirra hefur varðveitzt. Yrkisefnið sótti höfundur í atvik sem varð á leið hans um Borgarfjörð suður í verið snemma árs 1916, og vísurnar kvað hann skömmu síðar í Innri-Njarðvík. Sú þeirra sem hér stendur á prenti slæddist, þegar frá leið, inn í þingeyskan söngtexta sem oft heyrist fluttur.“ (Ætti ég hörpu, bls. 77). 
  Greinilegra áhrifa gætir hér frá þýðingu Jónasar Hallgrímssonar, Fegin í fangi mínu, eftir Heine.
Við sitjum hljóð og erum ein
á auðri jörð við lítinn stein.
Ég er nóttin þögla þín
og þú ert eina stjarnan mín.