| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Sunnanvindar senda fjer

Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda

Flokkur:Draumvísur


Um heimild

Frumheimild vísunnar er Bréf Dýrólínu Jónsdóttur til Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum, dagsett 28. janúar 1918 í HSk 1304 4to. Í bréfinu biður hún Margeir að leiðrétta vísuna sem hann hafði birt í XI. árgangi af Nýjum kvöldvökum en þar „var dreymandinn sögð önnur kona og vísan auk þess úr lagi færð“. (Són – Tímarit um óðfræði. 2. hefti, 2004, bls.123).


Tildrög

Vísuna dreymdi Dýrólínu um miðjan janúar 1917 og segir hún svo frá í bréfi sínu til Margeirs: „Ég vaknaði við það að ég var að kveða vísuna en ekki vissi ég hvort hún var eftir mig eða ekki. Ég lofaði heimilisfólkinu að heyra hana því ég þóttist þess fullviss að tíðarfarið mundi bráðlega batna. Að fjórum dögum liðnum gerði hlákublota og kom þá upp snöp hér á Reykjaströnd en aðalbatinn kom þó ekki fyrr en nokkrum dögum síðar. Ég fór ekkert leynt með vísuna, kenndi hana afbæjarfólki og skrifaði hana norður í Eyjafjörð, mönnum er því vel kunnugt um að mig dreymdi hana.“

Skýringar

Sunnanvindar senda fjer.
Sortnar tinda kögur.
Hnýtir linda sinn að sér
sólin yndisfögur.