| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Það á að tala mín tungan snjöll

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.75 og 153–154
Flokkur:Spássíuvísur


Um heimild

Vísan er skrifuð á neðri spássíu handritsins AM 128 4to, bl. 86r. Í handritinu eru meðal annars Jónsbók, Réttarbætur og Kristniréttur Árna biskups. Handritið er líklega að mestu leyti skrifað á seinni hluta 15. aldar. Líklegt er þó að sá hluti sem vísan er skráð á sé frá því um 1544 ef marka má ártal á blaði 85v. Höndin á vísunni er lík hönd meginmáls á síðunni.


Tildrög

Skýringar

Það á að tala mín tungan snjöll
af traustu brjóstsins inni
að hverfi að þér hamingjan öll
með heilsaninni minni.