| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Mín ei þykir menntin slyng

Bls.58


Tildrög

Björn samdi skýringar við Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar að beiðni Þorláks biskups Skúlasonar. Formáli að þeim ritlingi Björns er dagsettur 13. mars 1634. Hefur Birni þótt sér sækjast skýringarstarfið seint en vísuna hefur hann skrifað í ritling þann sem hann færði Þorláki.

Skýringar

Vísan er varðveitt í DG 41 4to í Uppsölum og þar mun hún rituð eftir handriti Björns sjálfs sem nú er glatað. Til er eiginhandarrit Björns að Höfuðlausnarskýringum hans (AM 552R) sem síðar er skrifað en hið glataða en þar hefur Björn sleppt vísunni. (Sjá Jón Helgason: Höfuðlausnarhjal. Einarsbók – Afmæliskveðja til Einars Ólafs Sveinssonar 12. desember 1969, bls. 164)
Mín ei þykir menntin slyng
mætri lýða dróttu,
eg var að ráða árið um kring
það Egill kvað á nóttu.